Rekstrarúttekt, samningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3390
27. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram verkefnislýsing og umfangsáætlun vegna verkefnisins.
Svar

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að á í kjölfar hrunsins hefur farið fram mjög ítarleg úttekt og vinna við hagræðingu í rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Að þeirri vinnu hafa komið fjölmargir utanaðkomandi aðilar en mest áhersla hefur verið lögð á þáttttöku stjórnenda og almenns starfsfólks í því verkefni. Markmiðið hefur verið að auka skilvirkni í rekstrinum og skapa þannig svigrúm til að sveitarfélagið geti staðið við skuldbindingar sínar í nútíð og framtíð, aukið og bætt þjónustu við bæjarbúa og nýtt þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í sveitarfélaginu og umhverfi þess. Síðasta fjárhagslega úttektin sem fór fram var gerð sl. vetur í tengslum við endurfjármögnun langtímalána en að henni komu m.a. utanaðkomandi ráðgjafafyrirtæki, lánveitendur og óháð lánsmatsfyrirtæki.

Árangurinn af þrotlausri vinnu síðustu ára hefur birst í stöðugt batnandi afkomu, hratt lækkandi skuldum og bættu lánshæfi Hafnarfjarðarbæjar. Með þeirri vinnu sem ráðist var í á síðasta kjörtímabili var lagður grunnur að þeirri sterku stöðu sem sveitarfélagið er í dag og þeirri farsælu endurfjármögnun erlendra lána sem tryggð var síðastliðið vor.

Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að nýr meirihuti ætli að halda áfram að vinna að því að styrkja og efla rekstur sveitarfélagsins en benda á mikilvægi þess að ekki sé með óbeinum hætti dregin upp röng mynd af fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Aðhald og aukin skilvirkni í rekstri á undir öllum kringumstæðum að vera hluti af vandaðri og markvissri fjármála- og rekstrarstjórn en ekki tímabundið átaksverkefni eins og hér er lagt upp með. Það að nú eftir þá miklu vinnu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og hefur skilað gríðarlegum árangri eigi að efna til sérstaks hagræðingarátaks gæti að okkar mati verið til þess fallið að draga upp neikvæða og beinlínis ranga mynd af fjárhagslegri stöðu Hafnarfjarðarbæjar."