Gjaldtaka fyrir gáma
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 365
24. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að gjaldskrá fyrir gáma sem miðað er við að standi 1 mánuð eða lengur. Jafnframt að gera átak gegn gámum án stöðuleyfis.