Strandgata 19, bakhús, niðurrif
Strandgata 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 536
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Framkvæmdirnar sem sótt er leyfi fyrir felast í niðurrifi á bakhúsi við Strandgötu 19 og að hefja jarðvegsvinnu (yfirborðs) til að undirbúa byggingu grunna fyrir samþykktar nybyggingar við Strandgötu 19 og Austurgötu 22 skv. samþykktu deiliskipulagi frá s.l. hausti. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 05.11.14, en síðan hafa komið í ljós grunnur húss frá 1840 ásamt hleðslum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi stöðvar niðurrif hússins þar til álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og vísar málinu þangað til umsagnar. Jafnframt felur skipulags- og byggingarfulltrúi Byggðasafni Hafnarfjarðar að mæla og skrá húsgrunninn og hleðslurnar á lóðinni. Þegar niðurrif fer af stað þarf fornleifafræðingur að vakta svæðið. Enn fremur er vísað til 24. greinar laga um menningaminjar nr. 8/2012: "Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122398 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119593