Bæjarbíó, Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar, rekstur, rekstraraðili
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3430
7. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir bókun menningar- og ferðamálanefndar frá 25.febr. sl. Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að þegar núgildandi samningur um rekstur og umsjón Bæjarbíós rennur út vorið 2016 verði reksturinn auglýstur til umsóknar. Áður en til auglýsingar kemur þarf að skoða hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu hvaða takmarkanir friðun innréttinga hússins setur starfseminni.
Einnig lagt fram bréf frá Kvikmyndasafni Íslands dags. 23.mars sl.
Svar

Samningur um rekstur Bæjarbíós frá vorinu 2014 var tilraunaverkefni með það fyrir augum að færa aukið líf í húsið. Sá samningur var endurnýjaður árið 2015 og er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til. Eftir þessi tvö ár er það mat bæjarráðs að rétt sé að rekstrarformið verði tekið til endurskoðunar með tilliti til útboðs.

Bæjarstjóra falið að ræða við Kvikmyndasafn Íslands.