Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi
Reykjavíkurvegur 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 364
10. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Áður lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið verði grenndarkynnt. Lagðir fram tölvupóstar Þorleifs Magnússonar dags. 27.01.15 og 28.01.14.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur með íbúum og fyrirtækjum í grennd við stöðina. Kynningarfundur verður fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17:00.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122152 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037669