Umboðsmaður Hafnfirðinga, embætti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3389
7. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar um að stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga
"Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga sem bæjarbúar geti leitað til um leiðbeiningar, ráðgjöfog álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra."
Greinargerð: Hlutverk umboðsmanns Hafnfirðinga væri að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og leiðbeina um möguleika og heimildir til að mál séu tekin til endurskoðunar. Hlutverk umboðsmanns væri líka að útskýra og aðstoða við túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Hafnarfjarðarbæjar og jafnvel að bjóða sáttamiðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágreining megi sætta með slíkri aðkomu. Umboðsmanns myndi líka rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og gæti tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Jafnframt væri mikilvægt að umboðsmaður Hafnfirðinga gæti tekið á móti, rannsakað og komið á framfæri upplýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæjarins og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar.
Svar

Lagt frram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.