Menningar- og ferðamálanefnd - 232
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3392
7. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29. október sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 15.1. 1410151 - Starfsáætlun menningar- og ferðamála 2015 Lögð fyrir að öðru sinni drög að starfsáætlun. Áætlunin verður skoðuð aftur eftir að fjárhagsáætlun liggur fyrir eða í byrjun árs 2015. 15.2. 0704069 - Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu. Nefndin gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að endurskoðun á menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar verði lokið á árinu 2015. Rætt um aðferðafræði og fyrstu skref. 15.3. 1401656 - Sveinssafn, framtíð og samstarfssamningur Lagt fyrir erindi frá Sveinssafni til kynningar fyrir nýja nefnd. Erindið var áður á dagskrá í upphafi þessa árs. Menningar- og ferðamálanefnd hefur kynnt sér erindið en bendir á að ekki stendur til að enduvekja menningarsamninga. 15.4. 1410573 - Heimsókn menningar-og ferðamálanefndar í Hafnarborg. Ólöf K. Sigurðarsdóttir forstöðumaður Hafnarborgar tók á móti nefndinni og fór yfir helstu verkefni og áherslur.