Steinholt 5, Öryggis-og lokaúttekt ólokið.Æfingarsvæði.
Steinholt 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 557
15. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði veitti takmarkað byggingarleyfi þann 18. maí 2006 í samræmi við 44. grein skv. laga 73/1997 "Standi sérstaklega á má veita leyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda og takmarkast leyfið þá hverju sinni við samþykkt hönnunargögn. Byggingarfulltrúi getur veitt lóðarhafa heimild til að kanna jarðveg á byggingarlóð sinni án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út." Jafnframt var óskað eftir fullnaðarteikningum. Byggingin hefur verið tekið í notkun. Ekkert hefur gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði beiðni sína um að skila inn fullnaðarteikningum og framkvæma lokaúttekt á eignini. Ekkert hefur gerst í málinu. Húsið er því án byggingarleyfis.
Svar

Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að fjarlægja bygginguna eða skila inn réttum uppdráttum innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur kr. 20.000 kr frá og með 01.06.15 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 191180 → skrá.is
Hnitnúmer: 10073769