Þróunarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 358
10. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Framhald umræðu. Þétting byggðar/ nýir byggðarkjarnar. Skipun ráðgjafahóps um verkefnið. Verkefnislýsing áður samþykkt. Lagt til að skipaður verði ráðgjafahópur til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Hópinn skipa: Sigrún Magnúsdóttir, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Kári Eiríksson, arkitekt. Sviðsstjóri verður tengiliður Skipulags- og byggingarsviðs við hópinn. Áður lögð fram tillaga sviðsstjóra að samningi við hópinn ásamt verkáætlun. Frestað á síðasta fundi.
Svar

Meirihluti Skipulags og byggingarráðs samþykktir tillögu um starfshóp og verkefnalýsingu vegna þéttingarsvæða, eins og gert var einnig 14.10.2014.Tillagan og afgreiðsla hennar er innan fjárhagsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs sem fer til samþykktar í bæjarstjórn.
Hér er um metnaðarfulla nálgun að ræða þar sem verið er að tengja svæðisskipulagsvinnu við Höfuðborgarsvæðið við íbúaþróun Hafnarfjarðar, þar sem samgöngur, þétting byggðar og hverfaskipting verður til skoðunar. Á 4 ára fresti er sveitafélaginu gert að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitafélagsins. Til þess þarf faglega nálgun og yfirsýn sem tekur á móti breyttu landslagi í skipulagsmálum, þetta er fyrsta skrefið í þeirri vinnu.
Tillagan tekin til afgreiðslu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar greiða atkvæði með tillögunni og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá. Tillagan er samþykkt með 3 atkvæðum.
"Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vísa málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn. Með tilliti til kostnaðar og hvort Skipulags- og byggingarsvið geti tekið verkefnið að sér. Einnig með tilliti til fjármögnunar og hvort hægt sé að framkvæma verkefnið á hagkvæmari hátt. Minnihlutinn er þó ekki mótfallinn verkefninu efnislega."