Grunnskóli, stofnun skóla, nýr skóli, Framsýn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1769
31. ágúst, 2016
Annað
Fyrirspurn
Framsýn, húsnæði, umræða
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir undir fundarsköp og leggur fram tillögu um að fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29. ágúst 2016 verði sett undir málið. Tillagan er samþykkt með 10 samhjóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúa fjarverandi.

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari öðru sinni. Ófeigur Friðriksson kemur að stuttri athugasemd.

Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfullrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur Ófeigur Friðriksson. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari.

Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson tekur til máls í þriðja sinn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Fundarhlé kl. 15:30, fundi er framhaldið kl. 15:42.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að í bókun sem lögð var fram í fræðsluráði þann 8. júní sl. komu strax fram áhyggjur okkar varðandi húsnæði Unglingaskólans NÚ að Flatahrauni 3 sem rekin er af Framsýn, skólafélagi. Þá þegar var óljóst hvort húsnæðið uppfyllti kröfur grunnskólalaga um skólalóð, aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað. Við höfum miklar áhyggjur af þeim athugasemdum sem fram hafa komið af hálfu byggingarfulltrúa og heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Í umsögn byggingafulltrúa sem dagsett er 11. ágúst sl. kemur fram að teikningar uppfylli ekki kröfur um skólahúsnæði samkvæmt reglugerð og samkvæmt eftirlitskýrslu heilbrigðisnefndar dags. 24. ágúst sl. er ýmsu ábótavant varðandi aðstöðu í húsnæðinu, m.a. salernisaðstaða og handlaugar. Þá vekur það athygli að forráðamenn unglingaskólans NÚ hafi ekki sent inn umsókn um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits fyrr en 8. ágúst sl. þegar samþykki um rekstur skólans lá fyrir í byrjun júní. Það er með öllu óskiljanleg af hverju sú umsókn var ekki send inn fyrr svo hægt væri að bregðast við athugasemdum áður en skólastarf hófst.Við lítum þessa stöðu alvarlegum augum enda á engan afslátt að gefa af settum lögum og reglum þegar um starfsaðstöðu barna er að ræða. Ábyrgðin er alfarið Hafnarfjarðarbæjar þótt hér sé um einkaskóla að ræða."

Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fullrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar benda á að málið er í ferli hjá heilbrigðiseftirlitinu og ekki til meðferðar hjá bæjarfélaginu. Umfjöllun heilbrigðiseftirlitsins er ekki lokið en unnið verður að málinu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir."