Árshlutauppgjör 2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1728
20. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð BÆJH frá 14. ágúst sl. Lagt fram til kynningar 6 mánaða uppgjör fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og stofnanir hans. Bæjarráð vísar uppgjörinu til kynningar í bæjarstjórn.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson.

Lagt fram til kynningar.

Gunnar Axel Axelsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

"Afkoma Hafnarfjarðarbæjar jákvæð á fyrri helmingi ársins
Árshlutauppgjör fyrir janúar til júní 2014 sýnir berlega þann mikla árangur sem náðst hefur á síðustu árum í rekstri bæjarins. Frávik frá áætlun ársins skýrast fyrst og fremst af áhrifum kjarasamninga og annarra ytri þátta en í heild er uppgjörið í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Í uppgjörinu koma fram jákvæð áhrif endurfjármögnunar langtímaskulda sem kom að stórum hluta til framkvæmda sl. vor. Skuldir Hafnarfjarðarbæjar halda áfram að lækka, eða um 763 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum ársins, sem þýðir að skuldahlutfall heldur áfram að lækka í samræmi við áætlanir þar um.
Þennan árangur og þann mikla viðsnúning sem hefur orðið í rekstri bæjarins er ekki síst þakka öguðu starfsumhverfi og samhentu átaki stjórnenda og starfsfólks bæjarins. Verkefnið framundan er að styrkja þessa fjárhagsstöðu enn frekar og byggja á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður á undanförnum árum."
Gunnar Axel Axelsson
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Adda María Jóhannsdóttir
Ófeigur Friðriksson