Skipalón 16-20, fyrirspurn um undirþrýstingslögn
Skipalón 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 533
22. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Henrý Þ Kristjánsson óskar eftir upplýsingum, f.h. Húsfélagsins Skipalóni 16-20, dags.5.8.2014, hversu lengi þurfi að keyra undirþrýstingslögn vegna mögulegrar olíu í jarðvegi eða hvort að það sé nauðsynlegt að reka hann áfram.
Svar

Í deiliskipulagsskilmálum segir m.a.:
Allan mengaðan jarðveg skal fjarlægja eða meðhöndla samkvæmt sérstakri áætlun sem gera skal um förgun mengaðs jarðvegs. Skal hún hljóta samþykki skipulagsyfirvalda Hafnarfjarðar, heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og Umhverfisstofnunar. Hönnuðir skulu leggja fram greinargerð um það hvernig tryggja eigi að mengun sem eftir verður í klöpp, ef einhver er, nái ekki að berast inn í þau mannvirki er byggð verða.
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir greinargerð skv. skilmálum áður en afstaða er tekin til erindisins.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203297 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095781