Hafnarstjórn - 1455
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3386
28. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.6.
Svar

Lagt fram til kynningar. 17.1. 1310316 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014 Hafnarstjóri fór yfir gjaldskrármál hafnarinnar og skýrði frá því að gjaldskrá hafnarinnar hefði ekki verið breytt í ársbyrjun, eins og undanfarin ár, til að taka þátt í verðhjöðnunarvinnu aðila vinnumarkaðarins.
Hafnarstjóri lagði til að gjaldskráin verði hækkuð um 2,8 % frá og með 1. september, til samræmis við samningsmarkmið aðila vinnumarkaðarins. Hafnarstjórn samþykkir að hækka gjaldskrá hafnarinnar um 2,8 % frá og með 1. september 2014. 17.2. 1406345 - Hafnasambandsþing 2014 Hafnarstjóri fór yfir "praktísk" atriði varðandi Hafnasambandsþing 2014. 17.3. 1406409 - Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014 Ólafur Ingi Tómasson kynnti áætlun bæjaryfirvalda um hreinsunar- og umgengismál í Hafnarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í hreinsunarátaki Hafnarfjarðarbæjar. 17.4. 1401696 - Óseyrarbraut 24 Hafnarstjóri kynnti málefni lóðanna Óseyrarbrautar 24 og 26.
Hafnarstjórn fagnar fyrirspurnum eftir lóðum á hafnarsvæðinu og mun leggja sitt af mörkum til að af frekari uppbyggingu geti orðið.