Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 351
7. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu hvernig draga megi úr slysahættu á gatnamótunum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á bættar vegtengingar við stofnæðar í Hafnarfirði, aðkallandi er að tenging Krísuvíkurvegar við Reykjanesbraut verði sett í forgang. Vakin er athygli á því að engar stórframkvæmdir Vegagerðarinnar hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 2003. Á svæði Valla búa nú um 6000 manns og fer fjölgandi. Uppbygging á iðnaðarsvæði sunnan Reykjanesbrautar er vaxandi og eru vegtengingar við svæðin óviðunandi. Ein hættulegustu gatnamót landsins eru frá Rauðhellu inn á Reykjanesbraut og fyrirséð að umferð muni aukast um þau gatnamót þar til vegtenging við Krísuvíkurveg verður að veruleika.
Svar

Þar til varanlegar vegtengingar verða að veruleika við þessi svæði fer skipulags- og byggingarráð fram á við Vegagerðina að fundin verði lausn á vegtengingum við þessi svæði t.d. með ljósastýrðum gatnamótum eða á annan hátt hið bráðasta og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja viðræður við Vegagerðina um viðunandi lausn.