Öldutún 4 slæm umgengni á lóð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 530
1. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa ábendingar um slæma umgengni á lóðinni, drasl á víð og dreif. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.08.2014 eigendum skylt að koma lóðinni í viðunandi horf, sbr. byggingarreglugerð grein 7.2.4. Frágangur lóðar: "Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í samræmi við samþykkta uppdrætti". Ekkert hefur gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna verður umræddur byggingarúrgangur og annað drasl fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.