Skúlaskeið 8, fyrirspurn
Skúlaskeið 8
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 351
7. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Guðlaugur Róbertsson leggur 22.07.14 fram fyrirspurn um að setja nýtt þak, gera tvær íbúðir, útistigi á bakhlið og stækkun verandar. Svalir á framhlið og grindverk að götu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.07.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í tillögu um að tvær íbúðir verði í húsinu. Skilyrði er að upprunalegt útlit hússins haldi sér, og að ekki verði gerðar svalir á götuhlið. Skipulags- og byggingarráð heimilar eiganda að vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðar verður send í grenndarkynningu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122227 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037743