Kaplakriki knatthús matshluti 10, byggingarleyfi
Kaplakriki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 535
5. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Viðar Halldórsson óskar f.h Fimleikafélags Hafnarfjarðar óska eftir að Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar veiti félaginu bráðabirgða framkvæmdaleyfi til að hefja gröft og færslu lagna til byggingar ?Dvergsins? í Kaplakrika, matshluti 10. Bygging þessi er skv. teikningum Sigurðar Einarssonar arkitekts. Samþykki Fasteignafélags Hafnarfjarðar liggur fyrir með fyrirvörum sem fram koma í afgreiðsluerindisins.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með tilvísan í 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010: "Leyfisveitandi getur, þegar sérstaklega stendur á, veitt skriflegt leyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda og takmarkast leyfið þá hverju sinni við samþykkt hönnunargögn. Heimilt er að veita umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdasvæði án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út."
Fyrirvari er gerður um framhald verksins varðandi lagnir vegna núverandi mannvirkja, brunavarnir og breytta aðkomu.