Gámar án stöðuleyfis og gjaldtaka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 350
8. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu innheimta á gjaldi fyrir stöðuleyfi fyrir gáma, sem í dag er 17 þús kr. eingreiðsla. Einnig að harðari aðgerðum verði beitt gagnvart þeim sem hafa gáma án stöðuleyfis, og að gámar í reiðuleysi verði fjarlægðir.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu um upphæð og útfærslu með hliðsjón af nágrannasveitarfélögum fyrir næsta fund. Einnig að gera úttekt á gámum án stöðuleyfis.