Fegrunarnefnd
Síðast Frestað á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 350
8. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu hvort endurvekja eigi fegrunarnefnd bæjarins. Nefndin hafi það hlutverk að benda á leiðir til að fegra bæinn og auka snyrtimennsku. Enn fremur að tilnefna lóðir til verðlauna þar sem sérstaklega hefur vel til tekist í þeim efnum. Skal þá jafnt tekið tillit til þess sem best er metið og þess þar sem mestar úrbætur hafa verið gerðar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð telur afar mikilvægt að íbúar sem og fyrirtæki séu hvattir og verðlaunaðir fyrir góða og umgengni og snyrtilegt umhverfi.
Skipulags- og byggingarsviði er falið í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið að skilgreina nánar hlutverk nefndarinnar fyrir næsta fund ráðsins.