Bæjarstjórn, starfsumhverfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1761
2. mars, 2016
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 26.febr. sl. Fundur bæjarstjórnar 2.mars nk.
Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjónarfundar sem verður haldinn 2. mars n.k.
Á meðan bæjarstjórnarfundir eru kl. 16:00 skulu bæjarfulltrúar sem óska að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnarfundar tilkynna það bæjarstjóra og forseta skriflega ásamt því að skila nauðsynlegum gögnum fyrir kl. 13:00 á mánudegi fyrir bæjarstjórnarfund á miðvikudegi kl. 16:00.
Næsti fundur forsetanefndar verður föstudaginn 11. mars n.k. kl. 13:30.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu forsetanefndar að ósk um mál á dagskrá skuli berast til forseta og bæjarstjóra fyrir kl. 13:00 á mánudegi á meðan bæjarstjórnarfundir eru kl. 16:00 á miðvikudegi.