Fiskistofa, flutningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3381
1. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekinn til umfjöllunar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar. Sviðsstjóri gerði grein fyrir samtölum sem hann átti við ráðuneytið og forstjóra Fiskistofu.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við þau áform sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnar að flytja Fiskistofu úr Hafnarfirði. Um er að ræða fjölmennan og sérhæfðan vinnustað í bæjarfélaginu sem auk þess að veita hópi Hafnfirðinga atvinnu hefur umtalsverð samlegðaráhrif á verslun og þjónustufyrirtæki í bænum.
Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á að hlúa að atvinnustarfsemi í bænum og skapa umgjörð um fjölbreytilegt atvinnulíf. Því yrði mikil eftirsjá af öflugum vinnustað eins og Fiskistofu.
Bæjarráð hefur miklar áhyggjur af því hve rýr hlutur bæjarfélagsins er nú þegar orðinn hvað umfang stofnana og þjónustufyrirtækja á vegum ríkisins varðar. Óvissa ríkir vegna væntanlegra breytinga á sýslumannsembættinu og fyrir tveimur árum var öll starfsemi lögð af á St. Jósefsspítala. Bæjarráð Hafnarfjarðar mun beita sér af fullum þunga gegn þessari þróun og fyrir því að bærinn beri ekki skarðan hlut frá borði þegar kemur að staðsetningu stofnana og þjónustufyrirtækja hins opinbera. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir furðu á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru þegar ákvörðunin var tilkynnt án nokkurs fyrirvara.