Áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum 2014-2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1734
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 30.okt. sl. Teknar fyrir að nýju tillögur um áheyrnarfulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi sínum 18. júní sl. Um er að ræða íþrótta- og tómstundanefnd, menningar-og ferðamálanefnd.
Forsetanefnd synjar framkominni beiðni með 2 atkvæðum gegn 1. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs óskar eftir að málinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Kristinn Andersen.

Gert var stutt fundarhlé.

Að loknu fundarhlé kom Gunnar Axel Axelsson að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Kristinn Andersen svaraði andsvari, síðan tók Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og tók 1. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.
Þá tók Unnur Lára Bryde til máls og lagði fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að áheyrnarfulltrúar ættu sæti í menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd í 1 ár til reynslu án þess að fá þóknun fyrir setuna.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Unnar Láru Bryde, Gunnar Axel Axelson kom einnig að andsvari við ræðu Unnar Láru Bryde.

Gert var stutt fundarhlé.


Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tillögu sem Unnur Lára Bryde kynnti með 6 atkvæðum gegn 5.

Gunnar Axel Axelsson koma að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga var mikið rætt um mikilvægi þess að bæjarstjórnin starfaði saman sem ein heild, að kraftar allra væru nýttir til fulls. Undir þau sjónarmið tóku fulltrúar allra flokka. Hér hefur upprunalegri tillögu Samfylkingar og Vinstri grænna frá því á fundi bæjarstjórnar 19. júní sl. um að Vinstri hreyfingin grænt framboð fái áheyrnarfulltrúa í þeim tveimur fastanefndum sveitarfélagsins, menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verið felld . Þess í stað leggur meirihlutinn til að veita tímabundna heimild til eins árs án þess að áheyrnarfulltrúar fái þóknun fyrir setu í nefndunum, ólíkt því sem gildir um áheyrnarfulltrúa í öðrum fastanefndum. Þessu mótmæla fulltrúar minnihlutans, enda engin málefnaleg rök fyrir þessari afstöðu sem er fullkomlega á skjön við fyrri fordæmi og yfirlýsingar fulltrúa meirhlutans um vilja til þess að auka samráð og virkja bæjarstjórnina sem heild til góðra verka."

Kristinn Andersen kom að eftirfarandi bókun:
"Ég tel umræðu um áheyrnarfulltrúa í nefndum vanreifaða. Rök eru bæði með og móti aukinni þátttöku þeirra í nefndum, sem ég hef gert nánar grein fyrir og m.a. vísað í lýðræðislegt umboð frá bæjarbúum. Ég hef bent á að ekki er gert ráð fyrir þeim áheyrnarfulltrúum sem hér hafa verið ræddir í samþykktum Hafnafjarðarbæjar og ég tel rétt að breyta samþykktum bæjarins að undangenginni nauðsynlegri umræðu áður en slíkt skref er tekið. Þeirri umræðu tæki ég fagnandi."