Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 349
1. júlí, 2014
Annað
‹ 14
15
Fyrirspurn
Tekið til umræðu að hefja átak í hreinsun lóða, gatna og opinna svæða. Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um einstök hverfi bæjarins, snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins, okkur íbúum líður betur og bærinn verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila og um búsetu fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Svar

Skipulags- og byggingaráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa annars vegar og íbúðarsvæða og nýbyggingarlóða hinsvegar.
* Átakið fari fram í september og október.
* 4-6 starfsmenn verði ráðnir í gegnum Áfram verkefnið til undirbúnings og framkvæmdar.
* Farið eftir ítrustu kröfum um umgengni á lóðum og bæjarlandi í samráði við lögfræðing Hafnarfjarðarbæjar.
* Áhersla er lögð á að átakið verði kynnt vel fyrir forsvarsmönnum fyrirtækja svo og íbúum með auglýsingu og dreifimiðum í fyrirtæki.
* Gott samráð verði haft við höfnina, heilbrigðiseftirlit og aðra er málið varða.
Skipulags- og byggingaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í verkefninu. Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um einstök hverfi bæjarins, snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins, okkur íbúum líður betur og bærinn verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila svo og fyrir fjölskyldur og einstaklinga.