Stjórnsýsla, starfsmannaráðningar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3380
26. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir ráðningarferli vegna ráðningar fjármálastjóra og mannauðsstjóra.
Svar

Til að gefa nýjum bæjarstjóra tækifæri á að móta skipulag stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir bæjarráð með 3 atkvæðum gegn 2 að ráðningum í störf fjármála- og mannauðsstjóra verði frestað fram yfir þann tíma þegar bæjarstjóri hefur verið ráðinn.

Fulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG í bæjarráði telja ekki eðlilegt að ráðningarferli fjármálastjóra og mannauðsstjóra sé stöðvað án viðhlítandi skýringa og benda á að það er hlutverk lýðræðislega kjörinnar bæjarstjórnar og bæjarráðs að móta skipulag stjórnsýslu bæjarins í samræmi við gildandi lög. Ólíkt öðrum starfsmönnum og embættismönnum sveitarfélagsins er bæjarstjóri ráðinn tímabundinni ráðningu, sem skal samkvæmt lögum að jafnaði miðast við kjörtímabil. Það er því ekki eðlilegt að tengja ráðningu hans við ráðningu annarra lykilstarfsmanna sveitarfélagsins sem samkvæmt gildandi samþykktum eru ekki skipaðir af bæjarstjórn."