Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1742
18. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð BÆJH frá 12.mars sl.
Tekin fyrir afgreiðsla fjölskylduráðs frá 27. ferúar sl. þess efnis að hækkun á gjaldskrá Strætó bs. taki ekki til ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Bæjaráð vísar afgreiðslu fjölskylduráðs til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla fjölskylduráðs var eftirfarandi: Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að hækkun gjaldskrár Strætó bs. taki ekki til akstursþjónustu fatlaðs fólks og gjaldið verði áfram miðað við almennt fargjald Strætó eins og það var þann dag sem nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðra voru samþykktar í bæjarstjórn þ. 4. feb. sl. Vísað til bæjarráðs.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.
Svar

Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrirliggjandi afgreiðslu fjölskylduráðs með 9 samhljóða atkvæðum.