Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1739
4. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð FJÖH frá 30.jan. sl. Á síðasta fundi bæjarstjórnar, 21. jan. sl., var málinu vísað aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tekið er tillit til athugasemdar Ráðgjafarráðs í málefnum fatlaðs fólks í Hafnarfirði varðandi það að ferðafjöldi skuli taka mið af þörfum hvers og eins. Ekki er sett hámark á ferðir. Gjald fyrir hverja ferð skal vera samsvarandi hálfu fargjaldi hjá Strætó bs.
Sviðsstjóra falið að kanna möguleika á tímabilskortum í samvinnu við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Reglurnar verða endurskoðaðar að ári.
Fjölskylduráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks."
Soffía Ólafsdóttir og Ingunn L. Ragnarsdóttir mættu til fundarins og kynntu stöðuna í akstursþjónustu Strætó bs. Áfram verður fylgst með þjónustunni.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.
Svar

Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.

Friðþjófur Helgi Karlsson tók þá til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari, Friðþjóður Helgi Karlsson svaraði andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu fjölskylduráð með 10 samhljóða atkvæðum.

Friðþjóður Helgi Karlsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinsti hreyfingarinnar græns framboðs:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að málið hafi verið tekið til endurskoðunar. Við teljum að þarna séu stigin skref í rétt átt. Mikilvægt er að halda vinnunni áfram og finna leið sem tryggi jafnræði í gjaldtöku vegna almenningssamgangna fatlaðra og ófatlaðra notenda þjónustu hjá Strætó."