Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3497
28. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu mætir til fundarins
Svar

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu málsins.


Guðlaug Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:

Að fenginni reynslu er brýnt að sérstaklega verði hugað að viðkvæmustu notendum ferðaþjónustu við endurskoðun útboðs og þjónustuforms. Fólki sem síst þolir röskun á högum sínum og þarf ríkan stuðning vegna t.d. tjáningarmáta eða einhverfu. Notandinn á að vera í forgrunni, ekki kerfið. Þjónustutími er meðal þess sem þarf að skoða, en í dag er t.d. þjónustutími Strætó til grundvallar, sem er fyrst og fremst valkostur í samgöngum. Notendur ferðaþjónustu hafa margir ekki aðra valkosti og þurfa að geta komist leiðar sinnar á helgidögum og svo framvegis.
Að auki hvet ég bæjarfulltrúa til að skoða málið með opnum hug, ekki gera breytingar breytinganna vegna heldur út frá málefnalegum forsendum á grundvelli yfirstandandi mats.