Stjórn Hafnarborgar - 325
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3380
26. júní, 2014
Annað
‹ 24
25
Svar

25.1. 1212184 - Sarpur Farið var yfir stöðu mála varðandi ágreining við myndstef um greiðslu fyrir myndbirtingu í Sarpi. Í samstarfi við önnur söfn hefur verið leitað eftir aðstoð lögmanns og óskað eftir greiningu á réttarstöðu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, ekki hafa borist svör frá ráðuneytinu. 25.2. 1405446 - Sumargögngur 2014 Forstöðumaður greindi frá sumargöngum sem skipulagðar eru í samstarfi við menningarfulltrúa og Byggðasafn með stuðningi frá Hafnarfjarðarhöfn. Göngurnar verða öll fimmtudagskvöld í sumar. 25.3. 0905207 - Hafnarborg, fræðslu og skemmtiarými Farið yfir stöðu mála hvað varðar framkvæmdir við það að opna á milli hliðarsalar og fundaherberja á 2. hæð með það fyrir augum að nýta rýmið fyrir gesti safnsins. 25.5. 0904225 - Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar Forstöðumaður kynnti hugmyndir um að færa tvö verk af Víðistaðatúni á hringtorg á Völlum. Stjórn Hafnarborgar mælir eindregið með því að ráðist verði í þessa framkvæmd sem hluta af verkefninu Grænkunn Valla. 25.6. 1102237 - Hafnarborg, önnur mál Engin.