Krýsuvíkurvegur 121495, lóðarleigusamningur, endurnýjun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 348
23. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Sveinn Hannesson óskar eftir f.h. Gámaþjónustunnar hf, með bréfi dags. 22.4.2014, endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina Krýsuvíkurveg 121495 eða nýjan lóðarleigusamning vegna breyttrar notkunar. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Ekki er gert ráð fyrir jarðvegsgerð í skipulagi fyrir svæði, en á nýsamþykktu aðalskipulagi er hins gert ráð fyrir íþróttar- og útivistar svæðum í nágrenninu. Áður en ákvörðun er tekin um framtíðarnotkun svæðisins og hugsanlega endurnýjun lóðaleigusamnings telur Skipulags- og byggingarráð rétt að óska frekari úttekar á áhrifum starfseminnar og felur sviðsstjóra að óska eftir nánari upplýsingum m.a. um möguleg áhrif lyktarmengunar. Að svo stöddu telur ráðið sig hvorki geta lagst gegn umræddri starfsemi né mælt með henni.