Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt
Sólvangsvegur 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3377
22. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.5. 2014 varðandi ofangreint mál: "Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir að leystur verði til bæjarins íbúðaréttur í samræmi við ósk Hafnar. Jafnframt samþykkir ráðið að beina því til bæjarráðs að keyptur verði matsalur ásamt eldhúsi. Samtímis verði endurnýjaður eignaskiptasamningur og kostnaði vegna sameignar verði dreift í samræmi við eignarhluta hvers eiganda. Afgreiðslu ráðsins er vísað í bæjarráðs." Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og gerði grein fyrir stö´ðu málsins.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og áréttar mikilvægi þess að allir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta komi að lokafrágangi málsins.
Jafnframt tilnefnir bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda sem fulltrúa sinn í þeirri vinnu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122317 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038515