Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12, deiliskipulagsbreyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1728
20. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. ágúst sl. Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi lóðanna. Skipulagið var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst. Haldinn var kynningarfundur um skipulagið 21.07.14.
Skipulags- og byggingarráð fellst á innkomna athugasemd að svalir skuli snúa í vestur á húsum Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12. Athugasemd varðandi einstefnuakstur á Kirkjuvöllum er vísað til Undirbúningshóps umferðarmála. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að meðferð þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á skipulagi 3. áfanga Valla hvarð varðar lóðirnar Einivelli 3 og Kirkjuvelli 12 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 10 samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs.