Betri Hafnarfjörður, Vallarhverfi einföld skíða- og sleðabrekka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 347
6. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Koma upp einfaldri skíða og sleðabrekku á Völlunum, til dæmis í Grísanesi. Það þyrfti bara að hreinsa grjót, sá grasfræi eða tyrfa og vökva vel á eftir og kannski koma upp 1-2 ljósastaurum. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Í deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð er gert ráð fyrir sleðabrekku eða auðu leiksvæði í miðju hverfinu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framvkæmdir við frágang svæðisins þrátt fyrir að hverfið sé ekki fullbyggt, enda geti það gagnast íbúum á Völlunum. Vinnu við framkvæmdir er vísað til vinnu við fjárhagsááætlun fyrir 2015.