Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag
Kaldárselsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1780
15. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.febr. sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.01.2017 skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Kaldárselsvegar og tengingu við Reykjanesbraut. Lagt fram svarbréf skipulagsstofnunar dags. 19.01.2017. Ennfremur lögð fram tillaga Teiknistofunar Storð ásamt greinagerð dags. 3.2.2017 að deiliskipulagi Kaldárselsvegar, tenging við Reykjanesbraut.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Adda María Jónsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur Adda María Jónsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen.

Forseti ber upp tillögu að orðalagsbreytingu á ofangreindri tillögu og myndi endanleg tillaga skipulags- og byggingaráðs til bæjarstjórnar þá hljóða svona: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um og að það verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga nr. 123/2010.". Er tillagan lögð fram til atkvæðagreiðslu og er hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum og 3 sitja hjá.

Er tillagan borin upp með samþykktum breytingum og er hún samþykkt með 8 atkvæðum og 3 sitja hjá.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195960 → skrá.is
Hnitnúmer: 10125531