Hafnarstjórn - 1449
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3375
23. apríl, 2014
Annað
‹ 9
10
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 10.1. 1208466 - Viðlegugjöld flotkvía, viðræður Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Orms og Víglundar, þar sem óskað er viðræðna við Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málefnið. 10.2. 1310316 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014 Hafnarstjóri rakti efnisatriði samningaviðræðna við Rio-Tinto, Alcan um fyrirkomulag vörugjalda fyrir aðföng og afurðir álversins frá og með 1. október 2014 10.3. 1404302 - Umsókn um lóð Lögð fram umsókn Geneón Europe um lóðina Óseyrarbraut 24. Hafnarstjóra er falið að ræða nánar við umsækjanda og afla frekari upplýsinga um málið. 10.4. 1112128 - Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar Farið yfir umgengni á hafnarsvæðinu og á lóðum á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóra falið að ræða við byggingafulltrúa, heilbrigðisfulltrúa og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um úrbætur, þar sem þeirra er þörf.
Ennfremur er hafnarstjóra falið að auglýsa tiltekt á hafnarsvæðinu og fylgja henni eftir með tiltækum ráðum.