Álfaskeið 77, stækkun á húsi
Álfaskeið 77
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 343
25. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
Arnar Skúlason og Guðrún Róbertsdóttir leggja 28.02.14 fram fyrirspurn um að stækka stofuálmu til suðurs um 19 ferm og anddyri um 4 ferm. Árið 1991 var stækkun stofuálmu samþykkt. Frestað á síðasta fundi.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina og vísar í deiliskipulagsskilmála fyrir hverfið bls. 14 og 15. Húsið er á áberandi stað, hornhús og mun bæði stækkun andyris og sólstofu með langhlið húss hafa veruleg áhrif á ásýnd húss og hlutföll, sem er einmitt það sem gerir þessar húsaraðir sérstakar sem heild.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119887 → skrá.is
Hnitnúmer: 10028335