Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3377
22. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram álitsgerð mannauðsteymis.
Svar

Lagt fram.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
"Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að auglýsa tvær lykilstöður í stjórnsýslu bæjarins lausar til umsóknar án efnislegrar umræðu og formlegrar samþykktar í bæjarráði. Um er að ræða stöðu fjármálastjóra og nýtt embætti mannauðsstjóra. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda líka á að engin samþykkt liggur fyrir um að setja skuli á laggirnar nýtt starf, þeas mannauðsstjórastarfið. Þótt bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hafi rétt á að ráða beint í slík embætti þá bera þessa vinnubrögð ekki vott um vilja til samráðs eða lýðræðislegrar þátttöku allra kjörinna fulltrúa. Hér er um lykilembætti innan stjórnsýslunnar að ræða og ólýðræðislegt að taka slíkar ákvarðanir nokkrum dögum fyrir kosningar. Nær hefði verið að leita samstarfs og fá álit allra kjörinna fulltrúa í bæjarstjórninni um framvindu málsins og helst láta nýja bæjarstjórn ákveða um næstu skref."