Hleinar að Langeyrarmölum, breytt mörk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1746
27. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl. Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs leggur til að mörkum deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum verði breytt. Deiliskipulagið er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ, sem veldur flókinni stjórnsýslu þegar gerðar eru breytingar inni í Hafnarfirði. Lagt er til að mörkin verði færð að Herjólfsgötu frá Hrafnistu út að sjó, og sá hluti sem eftir er innan Hafnarfjarðar verði sérstakt deiliskipulag sem einungis sé á vegum Hafnarfjarðar. Lagðir fram uppdrættir og greinargerðir.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreytingin ásamt framlögðum uppdráttum og greinagerðum verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að skiptingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum eftir bæjarmörkum sveitarfélaganna verði send í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.