Hleinar að Langeyrarmölum, breytt mörk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 341
25. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs leggur til að mörkum deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum verði breytt. Deiliskipulagið er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ, sem veldur flókinni stjórnsýslu þegar gerðar eru breytingar inn í Hafnarfirði. Lagt er til að mörkin verði færð að Herjólfsgötu frá Hrafnistu út að sjó, og sá hluti sem eftir er innan Hafnarfjarðar verði sérstakt deiliskipulag sem einungis sé á vegum Hafnarfjarðar.
Svar


Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að útbúa tillögu að breytingunni sem lögð verði fyrir næsta fund og síðan kynnt fyrir Garðabæ.