Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3382
10. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram til afgreiðslu bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar 2. liður út fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 8. júlí sl.
1402287 - Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag Tekið fyrir að nýju erindi Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts Hornsteinum ehf f.h. Laxamýri ehf. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30 - 34 skv. meðfylgjandi gögnum dags. 03.03.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggignarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Lögð fram viðbótargögn frá Hornsteinum ehf og Skipulags- og byggingarsviði. Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn Skipulags-og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum að bílastæðakvöð verði 1.8 stæði á íbúð, bílastæðum verði fækkað að því marki ofan jarðar, og gerður verði kantur útað götunni.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi Hleina að Langeyramölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgötu 30-34 dags. 3. mars 2014 og að málinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu Bæjarstjórnar Garðabæjar"
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs.