Vefstefna Hafnarfjarðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1723
16. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.apríl sl. Vefstefna Hafnarfjarðar tekin fyrir að nýju. Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að vefstefnu."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Kristinn Andersen,Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

Kristinn Andersen kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Sjálfstæðismenn fagna því að í innleiðingu nýrrar vefstefnu sé verið að reyna að bæta þjónustu við bæjarbúa. Mikilvægt er hins vegar að við útfærslu vefstefnunnar verði starfsfólki stofnana bæjarins gefið svigrúm til frumkvæðis og aðlögunar að sérstöðu á hverjum stað. Einnig vekur furðu að vefstefnan hafi verið innleidd áður en leitað hafði verið samráðs við allar stofnanir bæjarins sem koma til með að vinna eftir henni og þurfa að gangast undir hana."

Gunnar Axel Axelsson kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Í bókun Sjálfstæðisflokksins er látið að því liggja að sú stefna sem hér hefur verið samþykkt samhljóða, hafi verið unnin og innleidd án eðlilegs samráðs. Í kynningu á verkefninu fyrir bæjarráði kom skýrt fram að þær breytingar sem hefðu orðið á framsetningu upplýsinga á vef Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum hafi mótast af þörfum íbúanna og því markmiði að bæta þjónustu og auka gæði í upplýsingagjöf. Ekkert í vefstefnunni né þeim þeim upplýsingum sem fram hafa komið í undirbúningi málsins styður við þær fullyrðingar sem hér eru settar fram af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, væntanlega í þeim eina tilgangi að ala á trotryggni og draga úr ágæti þess máls sem unnið hefur verið af þverfaglegum stýrihópi starfsfólks og hér hefur verið samþykkt."