Menningar- og ferðamálanefnd - 217
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3370
27. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17. febrúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 13.1. 1402201 - Ferðamál 2014 - útgáfa og merkingar Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá fyrirhugaðri útgáfu og auglýsingum ársins 2014. Einnig frá nýjum skiltum og nýju útliti götukorta á skilti ætluð ferðamönnum. Farið yfir helstu áherslur. 13.3. 1212126 - Bjartir dagar Rætt um dagsetningar hátíðarinnar en ákveðið var að endurskoða tímasetningar. Ákveðið að í ár verði Bjartir dagar haldnir í tengslum við Sumardaginn fyrsta eða dagana 24.-27. apríl. 13.4. 1402202 - Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi. Samkvæmt Ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar er kveðið á um að Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar tilnefni árlega áheyrnarfulltrúa til setu á fundum menningar- og ferðamálanefndar. Nefndin óskar eftir tilnefningu áheyrnarfulltrúa frá Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi hefur rétt til setu undir þeim liðum nefndar er varða ferðamál almennt. 13.5. 1402203 - Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, tilnefning í stjórn. Þann 28. mars nk. verður aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins haldinn. Óskað er eftir tilnefningum í stjórn frá sveitarfélögunum. Nefndin tilnefnir menningar- og ferðamálafulltrúa í stjórnina. 13.6. 1402200 - Safnanótt 2014 Greint frá velheppnaðri Safnanótt í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Rætt um vel heppnaða dagskrá.