Norðurhella 5, frágangur á lóð
Norðurhella 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 536
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Norðurhella 5, frágangur á lóð. Lðoðarhafi hefur malbikað bílastæði yfir á nágrannalóð, Norðurhellu 7, sem er óleyfisframkvæmd. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdir á þeirri lóð og ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa þeirrar lóðar. Ítrekað er bent á ákvæði 20. greinar lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð: Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirskipar lóðarhafa Norðurhellu 5 að fjarlægja umrætt malbik án tafar. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á hann í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélag eða eftir atvikum ríkið lögveð fyrir kröfu sinni í húseigninni.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204718 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092976