Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1721
19. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð FJÖH frá 12.mars sl. Runólfur Ágústsson ráðgjafi og Sveina María Másdóttir mættu til fundarins og kynntu skýrslu um verkefnið "Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði" Verkefnið "Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði" hefur það að markmiði að bæta þjónustu við notendur Fjölskylduþjónustu, skapa þeim raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað og stuðla að betri nýtingu á því fjármagni sem varið er til fjárhagsstuðnings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Tillögurnar skiptast í eftirfarandi þætti:
1) Tillögur um breytingar á skipulagi Fjölskylduþjónustu. 2) Tillögur um vinnu- og virkniúrræði. 3) Tillögur um breytingar á greiðslum til þeirra sem hafna þátttöku í vinnu eða virkni.
Tillögunum fylgir framkvæmdaáætlun með tímasetningu einstakra þátta og markmiðssetningu um árangur, fjárhagsáætlun og skipulagsskjöl um eftirfarandi þætti:
4) Tillögur til breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. 5) Tillögur að verkferlum fyrir Fjölskylduþjónustu varðandi fjárhagsaðstoð. 6) Tillaga um árangurs- og gæðamat á verkefninu.
Fjölskylduráð samþykkir þessar tillögur fyrir sitt leyti og vísar til samþykktar í bæjarstjórn. 1., 2., 3., 5., 8. og 11.gr. reglna Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar taka breytingum samkvæmt þeim tillögum sem fram koma í meðfylgjandi skýrslu um verkefnið og öðlast gildi við samþykkt bæjarstjórnar. Reglurnar taka gildi þann 3. apríl n.k. þegar verkefnið "Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði" fer í gang. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í þessar tillögur og að þeim verði vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Varaforseti Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins.

Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum tillögur 1-6 eins og þær liggja fyrir í skýrslunni "Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði."

Gunnar Axel Axelsson koma að eftirfarandi bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur Fjölskylduráði frekari úrvinnslu þess. Beinir bæjarstjórn því til ráðsins að tryggja kynningu verkefnisins fyrir velferðarráðuneytinu."

Geir Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að leitað verði nýrra leiða til að virkja fólk til vinnu og endurhæfingar eins og kostur er, enda í samræmi við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft um langan tíma. Mikilvægt er að unnið verði að verkefninu í samræmi við lög og rétt einstaklinganna sem það snertir."
Geir Jónsson
Valdimar Svavarsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Ólafur Ingi Tómasson

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.

Gert var stutt fundarhlé.