Strandgata 31 og 33, fyrirspurn
Strandgata 33
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 339
28. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Jónas Stefánsson leggur inn fyrirspurn f.h. óstofnaðs hlutafélags, um að koma fyrir og standsetja 17 íbúðir á nr. 31 við Strandgötu og 11 íbúðir á nr. 33 og byggja 4. og 5. hæð ofan á húsin. Fimmta hæðin inndregin.
Svar

SBH tekur ekki vel í hugmyndir um hækkun hússins um 2 hæðir og bendir á að það gilda skipulagsskilmálar fyrir svæðið sem gera ekki ráð fyrir aukningu umfangs og samrýmist sú útfærsla sem hér er sýnd ekki hugmyndum um metnaðarfulla og vandaða uppbyggingu húsnæðis við aðal verslunargötu bæjarins. Þá er talið æskilegt að byggingarsöguleg einkenni hússins nr. 31 fái að halda sér. Ytra byrði hússins við Strandgötu er gott dæmi um útfærslu móderinsmans í byggingarlist á fyrri hluta 7. áratugarins og því er byggingarlistasögulegt gildi húsins mikilvægt. Skoða má breytingar á innra skipulagi hússins í því markmiði að útbúa þar íbúðir.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122409 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038631