Húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3367
16. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Húsnæðismál Í samræmi við skýrslu samráðshóps um mótun nýrrar húsnæðisstefnu sem skilaði tillögum sínum í apríl 2011, samhljóða stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í húsnæðismálum, samþykkir bæjarráð að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að tryggja megi framboð af hagkvæmu og öruggu húsnæði til leigu eða kaups fyrir núverandi og næstu kynslóðir ungs fólks. Hafnarfjarðarbær taki þannig forystu með Reykjavíkurborg í því verkefni að stuðla að fjölbreyttum og sveigjanlegum húsnæðismarkaði sem tryggir öllum öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði . Forsenda þess er að meðal annars að að leigjendur íbúðarhúsnæðis hafi möguleika á langtímaleigu til að tryggja búsetuöryggi þeirra til langs tíma. Í þeim tilgangi samþykkir bæjarráð til að leitað verði eftir samstarfshugmyndum frá einkaaðilum og fjárfestum, frjálsum félagsasamtökum og öðrum sem hafa það sem markmið að byggja upp hagkvæmt og öruggt leiguhúsnæði til framtíðar. Skipulags- og byggingaráði verði jafnframt falið að leggja fram tillögur um lóðir sem taldar eru henta sérstaklega til uppbyggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða. Bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning verkefnisins og móta umgjörð þess fyrir næsta fund bæjarráðs.