Húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 339
28. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð samþykkti 16.01.14 að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að tryggja megi framboð af hagkvæmu og öruggu húsnæði til leigu eða kaups fyrir núverandi og næstu kynslóðir ungs fólks í samræmi við skýrslu samráðshóps um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Jafnframt fól bæjarráð Skipulags- og byggingaráði að leggja fram tillögur um lóðir sem taldar eru henta sérstaklega til uppbyggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að lóðum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð bendir á að nú þegar eru í byggingu talsverður fjöldi íbúða sem falla myndu innan skilgreiningar þessa verkefnis. Sviðsstjóra skiuplags og byggingarsviðs er falið að ganga frá lista í samfæmi við umræður á fundinum og senda til bæjarráðs.