Betri Hafnarfjörður, Göng undir Hjallabraut.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 340
11. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Göng undir Hjallabraut
Þegar börn í Engidalsskóla ná 10 ára aldri hættir skólaganga þeirra í starfsstöðinni í Engidal og fara þau þá yfir í Víðistaðaskóla. Stór hópur barna í hverfinu þarf því að fara yfir Hjallabrautina a.m.k. tvisvar sinnum á dag til að sækja skóla. Hjallabrautin er einnig stofnæð og þrátt fyrir hraðahindranir á veginum sem ætlað er að koma í veg fyrir of mikinn hraða bíla getur það að mínu mati ekki verið forsvaranlegt að ekki sé í boði örugg leið fyrir þennan stóra hóp barna að sækja skóla.
Svar

Þegar Engidalsskóli og Víðistaðaskóli voru sameinaðir var farið í aðgerðir við að tryggja öryggi gangandi vegfarenda yfir Hjallabrautina. Einnig hafa nýverið verð gerðar kannanir á umferð yfir götuna og þótti ekki ástæða til að aðhafast frekar. Ný göngutenging myndi kalla á gönguljos og þarf þá að huga að göngutengingum beggja megin við. Að svo stöddu er ekki hægt að verða við beiðni um undirgöng undir Hjallabraut sem vissulega myndi auka enn frekar umferðaöryggi á svæðinu en þess í stað verði skoðað hvernig auka megi merkingar þverana fyrir götuna.