Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1719
19. febrúar, 2014
Annað
‹ 4
5
Fyrirspurn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 12. febr. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 3.febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 10.febr. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.febr. sl. a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 17.jan. sl. b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 3.febr. sl. c. Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 2.febr. sl. d. Fundargerð stjórnar STRÆTÓ bs. frá 31.jan.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 13. febr. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.febr. sl. b.Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 29. jan. og 3.febr.sl.
Svar

Lúðvík Geirsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl., Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari.
Sigríður Björk Jónsdóttir tók einnig til máls vegna 2. liðar fundargerðar hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl. Grænfána- og Bláfánaverkefni.

Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 2. liðar fundargerðar menningar- og ferðamálanefndar frá 29. janúar sl. Bjartir dagar, þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls vegna sama máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Rósa Guðbjartsdóttir tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.
Lúðvík Geirsson tók þá til máls, síðan Sigríður Björk Jónsdóttir, Kristinn Andersen kom að andsvari.

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 10. febrúar sl. 6. liðar, Skólaskipan í Hafnarfirði, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.

Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 13. febrúar sl. 7. liðar, Fjárhagslegar upplýsingar, greiðari aðgangur, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari.

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 13. febrúar sl. 4. liðar, Launakönnun 2012, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir koma að svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins undrast þá skyndiákvörðun meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna að halda Bjarta daga í apríl að þessu sinni. Menningar- og ferðamálanefnd bæjarins lagði til á fundi sínum 29. janúar sl. að viðburðurinn eða sambærileg hátíð yrði ekki haldin um mánaðamótin maí/júní líkt og verið hefur heldur síðar á árinu. Sú tillaga var lögð fram í ljósi eindregins vilja sem kom fram á stefnumótunarfundi um viðburði í bænum sem haldinn var í Hafnarborg sl. haust með ýmsum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um málefnið. Nú hefur hins vegar verið ákveðið, án nokkurs samráðs, að ganga þvert á vilja fundarins og flýta hátíðinni. Bjartir dagar verða því nú haldnir í lok apríl eða um mánuði fyrir bæjarstjórnarkosningar. Meirihlutinn blæs sumsé til kosningahátíðar á kostnað bæjarbúa, - án faglegs samráðs eða eðlilegs undirbúnings fyrir bæjarhátíð sem þessa."
Valdimar Svavarsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Geir Jónsson
Helga Ingólfsdóttir

Gert var stutt fundarhlé.

Gunnar Axel Axelsson kom að eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:
"Sá fundur sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til var opinn samráðsfundur sem haldinn var í sl haust og fjallaði m.a. um ýmsa viðburði á vegum sveitarfélagsins, svo sem Sumardaginn fyrsta, þjóðhátíðardaginn og Sjómannadag. Þrátt fyrir að það hafi vissulega verið rætt á umræddum fundi hvort ástæða væri til að endurskoða tímasetningu og fyrirkomulag hátíðarinnar er það beinlínis rangt sem haldið er fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það hafi verið niðurstaða þessa opna samráðsfundar að leggja ætti af meningar- og listahátíðina Bjarta daga, né heldur að hana ætti að halda á tilteknum tíma öðrum en venja hefur verið til. Menningar- og ferðamálanefnd ákvað samhljóða á fundi sínum þann 29. janúar sl. að endurskoða tímasetningu hátíðarinnar og eins og fram hefur komið byggði sú ákvörðun fyrst og fremst á því að ekki væri heppilet að halda slíka hátíð á hefðbundnum tíma í ár þar sem hún myndi bera upp á sömu helgi og kosningar til sveitarstjórna fara fram. Sömuleiðis samþykkti nefndin samhljóða á fundi sínum þann 17. febrúar sl. að hátíðin skyldi haldin í tengslum við Sumardaginn fyrsta og hún tengd fleiri viðburðum á sviði menningarmála sem haldnir eru um það leyti.
Ef það er vilji bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að öllum reglulegum viðburðum á vegum menningar- og ferðamálanefndar verði frestað fram yfir kosningar þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir leggi fram tillögur þess efnis í menningar- og ferðamálanefnd."
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Gunnar Axel Axelsson
Sigríður Björk Jónsdóttir
Lúðvík Geirsson
Guðfinna Guðmundsdóttir
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir