Landsnet kerfisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 363
27. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju matslýsing Landsnets á kerfisáætlun 2015-2024. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. janúar 2015. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir athugasemd við kafla 4.4 Umhverfisþættir til skoðunar. Varðandi samfélagsþætti er nefnt að styrking kerfisins kunni að hafa áhrif á samfélag s.s. atvinnustarfsemi, byggð og heilsu. Umfjöllun um samfélag taki til nokkurra þátta, sem eru atvinnuuppbygging, landnotkun, byggð (þéttbýli og frístundabyggð), heilsa, útivist og eignarhald lands. - Tafla 4.4 nefnir orkufreka starfsemi, iðnaðarsvæði, landbúnaðarsvæði, útivistarrsvæði, bújarðir og ræktanlegt land. - Í umhverfismatinu þarf að fjalla um áhrif styrkingar kerfisins á uppbyggingaráform sveitarfélaga, m.a. íbúðarsvæði og samgöngumannvirki, þar sem raflínur kunna að standa í vegi fyrir samfellda þróun byggðar út frá hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiðum. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.