Hjallahraun-Fjarðarhraun gatnamót, deiliskipulag.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 339
28. janúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Fjarðarhrauni, Hjallahrauni og Helluhrauni, sem sýnir breytingu gatnamóta og akreina Fjarðarhrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 5.11.2013 að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og athugasemdafrestur er liðinn, engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.01.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu til breytingar á deiliskipulagi Hjallahraun - Fjarðarhraun gatnamót og að málinu sé lokið í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.